Samfélagsábyrgð

Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör Sýnar fyrir árið 2020 var yfirfarið og vottað af Klöppum grænum lausnum en uppgjörið byggist á þeim upplýsingum sem umhverfishugbúnaður félagsins, Klappir EnviroMaster, hefur safnað saman yfir árið. Við notum stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.

Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti Sýnar í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá 2019.

Bornar eru saman niðurstöður ársins 2018, 2019 og 2020 þar sem að 2018 var fyrsta heila rekstrarárið í sameinuðu fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki.

Sjálfbærniuppgjör

Kolefnisjöfnun

Sýn kolefnisjafnaði rekstur sinn að fullu með mótvægisaðgerðum Kolviðar. Heildarkolefnisjöfnun nam 240 tCO2í árið 2020.

Kolviður skírteini

Upprunaábyrgð ON

Sýn notaði vottað rafmagn frá endurnýjanlegum orkulindum Orku náttúrunnar á árinu 2020.

Upprunaábyrgð ON

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.