Nýtt upphaf
Í maí setti Vodafone í loftið herferð sem bar yfirskriftina Nýtt upphaf. Nafnið vísaði til þeirra innri breytinga og nýrra viðmiða hvað varðar upplifun og ánægju viðskiptavina Vodafone. Verkefnið sneri að miklu leyti að núverandi viðskiptavinum og hvernig bæta mætti upplifun og ánægju þeirra. Hluti af því verkefni var m.a. að tryggja að viðskiptavinir væru í réttum þjónustuleiðum en í lok árs höfðu þjónustuleiðir yfir 25.000 heimila verið yfirfarnar. Sumir fengu meira gagnamagn, aðrir minna. Sumir fleiri sjónvarpsstöðvar en aðrir færri sjónvarpsstöðvar. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera í pakkanum sem hentar þeim best. Verkefnið hlaut frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar sem birtist meðal annars í aukinni ánægju í mælingum okkar en einnig í Ánægjuvoginni fyrir árið 2020.
,,Nýtt upphaf var lykilverkefni hjá Vodafone á liðnu ári. Herferðin og þjónustustefnan sem hún byggðist á var í takt við ný markmið félagsins hvað varðar þjónustu og upplifun viðskiptavina.“