Starfsemin

Við

Við erum alhliða þjónustufyrirtæki sem veitir einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum upp á fjarskipta-, fjölmiðla- og tækniþjónustu í gegnum vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957, X977 og dótturfélagið Endor ehf.

Stefna félagsins er að skipuleggja og nýta innviði félagsins til að veita viðskiptavinum virðisaukandi þjónustu og auka arðsemi. Kjarninn í stefnunni er ánægja viðskiptavina, traust og virðing. Þessu verður náð með auknum skilningi á þörfum viðskiptavina, umbreytingu á rekstrarmódelinu og betri nýtingu eigna. Stefna félagsins endurspeglast í nálgun okkar á sjálfbærni í rekstri, góða stjórnarhætti, áhættustýringu, ánægju starfsmanna og menningu.

Markmið okkar er að vaxa með því að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar og rækta langtímasamband við þá. Ánægja viðskiptavina er í fyrsta sæti.

Við munum umbreyta rekstrarmódeli okkar með því að sjálfvirknivæða ferla, þróa öflugar stafrænar lausnir og nýta okkur tækniþróun viðskiptavinum okkar til góðs. Þá munum við auka sveigjanleika í rekstri með sölu eigna og úthýsingu á þjónustu. Með slíkum breytingum getum við betur veitt viðskiptavinum góða og gagnsæja upplifun af viðskiptasambandinu og aukið ánægju þeirra.

Reynsla okkar og breidd setur okkur í lykilstöðu til að gera breytingar á rekstarmódelinu og framfylgja stefnu okkar. Grunnkerfi okkar tengja saman fjölskyldur, vini, fyrirtæki og stjórnvöld. Líkt og COVID–19 hefur svo skýrlega sýnt fram á leikum við lykilhlutverk í því að halda lykilstoðum efnahagslífsins gangandi. Við teljum að tækni og samskipti séu framtíðarmáttarstólpar samfélagsins, þættir sem munu hafa mikil áhrif á það að auðvelda líf fólks. Við ætlum að vera mikilvægur þátttakandi í þeirri vegferð.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.