Ávarp stjórnarformanns

Heldur betur!

Hvað stendur upp úr á árinu 2020 hjá Sýn? Mitt svar er þrautseigja og kjarkur stjórnenda og starfsfólks. Við héldum okkar striki og stefndum fumlaust áfram í að gjörbreyta fyrirtækinu til betri vegar. Stefnan er skýr, við erum til fyrir viðskiptavini okkar. Við viljum tengja þá saman, skemmta þeim og segja þeim fréttir, betur en aðrir. Við viljum auðvelda fólki og fyrirtækjum lífið með því að nýta nýjustu tæki og einfalt viðmót í fjarskiptum og afþreyingu. Við viljum verðlauna tryggð og þétta raðirnar. Að þessu hefur allt starfsfólk unnið af miklum dugnaði á liðnu ári við vægast sagt óvenjulegar aðstæður.

Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður
Ávarp forstjóra

Ár viðsnúnings

Ef ekki hefði verið fyrir heimsfaraldurinn hefði síðasta ár skilað hagnaði. Fyrir tæpu einu og hálfu ári hófst stefnumótun í öllu fyrirtækinu. Sú vinna var unnin þvert á allar deildir og var algjörlega sjálfsprottin, án utanaðkomandi aðstoðar. Út kom ný stefna þar sem ánægja viðskiptavinarins er í fyrirrúmi. Alger einhugur var hjá starfsmönnum um það. Í framhaldi af því var skipuriti fyrirtækisins breytt. Millistjórnendum var fækkað og boðleiðir voru styttar. Ný vörumerkjastefna var tekin upp og ný þjónustustefna. Við ýttum þessu úr vör á síðasta ári í miðjum heimsfaraldri. Viðtökurnar hafa samt ekki látið á sér standa.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri
EBITDA hlutfall
0 %
EBITDA (m. kr.)
0
Heildartekjur (m. kr.)
0
Afkoma (m. kr.)
0
Fjárfestingar (m. kr.)
0
Janúar
Allir geta dansað
Annarri seríu af Allir geta dansað lauk í janúar en þar kepptu tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi, paraðir saman við tíu fagdansara. Þáttaröðin var gríðarlega vinsæl, líkt og fyrri þáttaröð, en um 1.200 manns fylgdust með í sjónvarpssal, 1.000 klukkustundir fóru í að útbúa búninga keppenda og hvert par æfði að meðaltali um fjórar klukkustundir á dag. Allur ágóði af símakosningu í þáttunum rann til góðgerðafélaga og nutu alls sjö góðgerðafélög góðs af. Í lokaþættinum söfnuðust tæpar fjórar milljónir króna sem Stöð 2 færði Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.