Samfélagsábyrgð

Umhverfismál í rekstri okkar

Árið 2015 skrifuðum við, ásamt 102 öðrum fyrirtækjum, undir Loftslagsyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og höfum í því samhengi sett okkur ákveðin markmið í loftslagsmálum. Miðast þau að því að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor okkar. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í tengslum við Parísarfundinn um loftslagsbreytingar og felst í því að fyrirtækin skuldbinda sig til að setja sér markmið og aðgerðaáætlun í samfélagsábyrgð til 10 ára.

Flokkaður úrgangur

Við höfum unnið að því að bæta flokkun sorps á starfsstöðvum okkar, bættum við tunnum fyrir lífrænan úrgang ásamt því að setja upp leiðbeiningar um flokkun úrgangs. Markmiðið okkar er að vera nær eingöngu með flokkaðan úrgang eftir fimm ár. Við settum einnig vigt í mötuneytið okkar þar sem við vigtum matarsóun á hverjum degi frammi fyrir starfsfólkinu okkar. Markmið okkar var að koma hlutfalli flokkaðs sorpsúrgangs í 70% á árinu 2020.

Loading...

Þróun eldsneytisnotkunar

Frá árinu 2018 höfum við fækkað bílum í rekstri félagsins úr 61 (2018) í 49 (2019) og nú árið 2020 erum við með 40 bíla í rekstri, 23 eldsneytisbílar og 17 rafknúnir. Við settum okkur það markmið að minnka eldsneytisnotkun félagsins um 10%.

Loading...

Útsending á reikningum

Markmið okkar var að senda alla reikninga rafræna á árinu 2020 og hætta útsendingu á reikningum á pappírsformi. 96% reikninga voru send rafrænt árið 2020 4% á pappír.

Loading...

Meðhöndlun pappírs

Heildarmagn prentaðs pappírs hefur minnkað töluvert á milli ára. Hlutfall svarthvítrar prentunar stendur í stað á milli ára.

Loading...

Fjárfest í sjálfbærni

Þegar við fluttum í nýjar höfuðstöðvar árið 2017 fjárfestum við í LED-lýsingu í öllu skrifstofuhúsnæðinu og höfum hafið þá vegferð að skipta út heitri lýsingu fyrir kalda í upptökuverum okkar. Raforkunotkun hefur minnkað töluvert undanfarin ár.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.