Samkoma Stöð 2, Vísir og Bylgjan stóðu fyrir tónleikaröðinni Samkoma í samkomubanninu í mars og apríl. Fjöldi þjóðþekktra listamanna, meðal annars Ellen, Bríet, Krummi, Snorri Helgason og Reykjavíkurdætur komu fram í beinni útsendingu og skemmtu Íslendingum með tónlist sinni og sögum.
Bítið í beinni Í upphafi samkomubanns var Í bítið með Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni færður í myndver Stöðvar 2 og sendur út samhliða í sjónvarpi og útvarpi.
Sýnataka fyrir landsleik Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður Stöðvar 2 Sport gengst undir sýnatöku fyrir landsleik. Mikill viðbúnaður var vegna landsleikja og þurftu starfsmenn að fara í sýnatöku sólarhring fyrir hvern leik.
Hlustendaverðlaun Hlustendaverðlaunin voru haldin í 7. skipti þann 4. mars 2020 í Silfurbergi Hörpu. Verðlaunahátíðin fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2. Hlustendur Bylgjunar, FM957 og X977 verðlaunuðu þar þá íslensku tónlistarmenn sem stóðu uppúr á árinu 2020. GDRN var valin söngkona ársins, Auður valinn söngvari ársins og fékk Páll Óskar Hjálmtýsson sérstök heiðursverðlaun.
Kosningar 2020 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands kíkti á félagana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi um kosningabaráttuna, stuttu fyrir kjördag.
Fréttastofan Vaktin á fréttastofugólfinu þennan dag var óvenju kvenlæg. Ef vel er gáð má þó sjá einn karlkyns starfsmann á myndinni. Flestir aðrir vinna að heiman.
Afhending á PlayStation 5 tölvum Starfsmenn Vodafone afhentu fyrstu PlayStation 5 tölvurnar hér á landi. Huga þurfti vel að öllum sóttvörnum og hugsa aðeins út fyrir kassann þegar kom að viðburðum hjá okkur þetta árið.
Leitin að upprunanum Það var létt yfir teyminu sem stendur að þáttunum Leitin að upprunanum er þau fengu tilnefningar til Edduverðlauna 2020 fyrir Frétta/viðtalsþáttur ársins og Sigrún Ósk tilnefningu sem Sjónvarpsmaður ársins.
Söfnun fyrir SÁÁ Framlínu starfsmenn Vodafone stóðu vaktina og tóku á móti símtölum í kringum styrktarsöfnun SÁÁ. Enn fleiri starfsmenn tóku þátt heiman frá.
2 metra reglan Henry Birgir Gunnarsson tekur viðtal við Roberto Martinez landsliðsþjálfara Belgíu úr góðri fjarlægð.
Hádegisfréttir að heiman. Hádegisfréttir á Bylgjunni les Margrét Helga Erlingsdóttir, að heiman með Ísabellu dóttur sinni.
Framadagar Við kynntum starfsemi okkar miðla fyrir fjölmiðlastjörnum framtíðarinnar á Framadögum 2020.
Sóttvarnir til fyrirmyndar Ómar Úlfur, útvarpsmaður á X-977 stóð sína vakt og var ávallt með allar sóttvarnir til fyrirmyndar í stúdíóinu.
Sóttvarnir upp á 10 Þau Kristófer Helgason, Þórdís Valsdóttir og Bragi Guðmundsson þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis, voru með allar sóttvarnir upp á 10 í stúdíói Bylgjunnar.
5G Kynning Þeir Trausti Guðmundsson og Sigursteinn Arndal frá fyrirtækjasviði Vodafone kynntu fyrir viðskiptavinum Vodafone nýjustu 5G tæknina.
Komu, sáu og sigruðu Kviss Stórskemmtilegur spurningaþáttur með Birni Braga fór í loftið sl. haust og hlaut frábærar viðtökur. Sóli Hólm og Sólrún Diego stóðu uppi sem sigurvegarar og voru krýnd Íslandsmeistarar í Kviss spurningakeppni árið 2020.
Matarvagn Evu Eva Laufey ferðaðist um landið sl. sumar með matarvagn í eftirdragi. Hún heimsótti skemmtileg bæjarfélög, kynntist nýsköpun í matargerð frá hverju svæði og útbjó gómsætan mat sem bæjarbúar fengu að smakka.
Fyrsta konan á stjórnborðinu Elínborg Rós var fyrsta konan til að sinna eftirliti á stjórnborði okkar. Þar er stöðugu eftirliti með öllum okkar kerfum sinnt, allan ársins hring, sem tryggir toppþjónustu við okkar viðskiptavini.