Starfsemin

Mannauður

Í starfsmannastefnu okkar er lögð áhersla á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Stefnan miðar að því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Einblínt er á jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og öryggi og heilsu starfsfólks. Við gætum jafnréttis á öllum sviðum. Í jafnréttisstefnu okkar kemur fram að leitast er við að gæta fyllsta jafnréttis kynjanna og þess er gætt að starfsfólki sé ekki mismunað. Lögð er áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og umburðarlyndi sé ríkjandi þáttur í samskiptum. Stuðlað er að fjölbreytileika í starfsmannahópi til að endurspegla stóran viðskiptavinahóp okkar, með það að markmiði að nýta sem best hæfileika hvers og eins.

0
Meðalstarfsaldur í árum
0
Fjöldi stöðugilda
0
Meðalaldur í árum
0
0

COVID áhrif á mannauð

Árið 2020 var krefjandi mannauðsár, COVID-19 kom í öllu sínu veldi. Við brugðumst hratt við og skiptum félaginu upp. Þrátt fyrir mikinn sveigjanleika í flestum störfum fyrir COVID-19 reyndi sannarlega á að breyta vinnumenningunni í takt við aðstæðurnar í samfélaginu. Við vorum vel undirbúin fyrir fjarvinnu þar sem innleiðing á Office 365 lausninni hafði átt sér stað árið 2018. Við notum Microsoft Teams sem er eitt öflugasta verkfærið hvort heldur sem er fyrir samskipti, hópavinnu, fjarfundi eða fjarvinnu. Það má því segja að við höfum verið tæknilega undirbúin fyrir heimsfaraldur sem gerði það að verkum að við gátum einbeitt okkur að mannauðnum og hvernig best væri að hlúa að honum á þessum krefjandi tímum.

Sveigjanleikinn sem er innbyggður í menningu okkar kom bersýnilega í ljós þegar bregðast þurfti hratt við heimsfaraldrinum. Krafturinn fór í að vinna að nýrri fjarvinnumenningu og vera í sífelldri breytingastjórnun.

Við buðum starfsfólki búnað að láni til heimavinnu (skjái, lyklaborð o.fl.) en flestir eru með fartölvu og því tiltölulega auðvelt að færa vinnuaðstöðu starfsfólks úr höfuðstöðvunum. Við gáfum starfsfólki einnig kost á að taka heim skrifstofustóla til að auka þægindi.

Ekki fór allt starfsfólk í heimavinnu og við nýttum okkur það svigrúm sem yfirvöld settu okkur. Við náðum að halda verslunum að mestu opnum fyrir utan skammtímalokun í verslun Vodafone í Smáralind. Með hagsmuni starfsfólks okkar að leiðarljósi var vel passað upp á allar sóttvarnir í verslunum og skrifstofurýmum, notkun á grímum og sótthreinsiefni var mikil eins og annars staðar og aukaþrif á öllum snertiflötum voru gerð með reglulega millibili.

Starfsfólk var hvatt til þess að láta Mannauð vita af veikindum og öllum var haldið upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Starfsfólk slapp að mestu við smit en aðeins fimm starfsmenn smituðust af veirunni og hafa þeir allir náð góðum bata.

Það þarf að vera skemmtilegt í vinnunni þó að starfsfólk sé í heimavinnu. Við nýttum okkar frábæra mannauð og buðum upp á ýmsa viðburði í gegnum Teams: Bakað í beinni með Evu Laufeyju, KAHOOT-spurningakeppni með morgunþætti FM957 og fjölskyldubingó með Völu Eiríks svo eitthvað sé nefnt.

Starfsfólki gafst kostur á að sækja sér dögurðarpakka fyrir alla fjölskylduna ásamt því að fá gjafabréf í Sælkerabúðina. Andleg og líkamleg heilsa starfsfólks var okkur mikilvæg árið 2020 eins og önnur ár og buðum við upp á rafræna tíma í sjálfsnuddi (Happy Hips) og fyrirlestur um hvernig gott væri að sigrast á kvíða í tengslum við COVID-19. Við hvöttum starfsfólk til hreyfingar og fjölmargir settu sér það markmið að hlaupa eða ganga 100 km í hverjum mánuði, allt frá því að samkomubann hófst, með góðum árangri.

Líðan starfsfólks í fjarvinnu

Við sendum út tvær kannanir í tengslum við fjarvinnu. Fyrri könnunin fór út á vormánuðum og sú seinni í þriðju bylgjunni í lok árs 2020. Markmiðið var að kanna líðan starfsfólks í fjarvinnu, stuðning frá stjórnendum og árangur í fjarvinnu.

Niðurstöðurnar benda til þess að fjarvinna sé að mörgu leyti komin til að vera. Fjarvinna hafi í flestum tilfellum gengið vel og samþætting vinnu og einkalífs sé í mörgum tilfellum auðveldari með þessum hætti. Starfsfólk upplifði í flestum tilfellum stuðning bæði frá stjórnendum sínum og samstarfsfólki og var andleg líðan þess heilt yfir á pari við það sem áður var. Starfsfólk hlakkar til að hafa kost á því að snúa aftur á vinnustaðinn en getur í flestum tilvikum vel hugsað sér að vinna fjarvinnu að hluta til framtíðar.

UNI

Við höfum það að markmiði að allt starfsfólk fái þá þjálfun sem er okkur til framdráttar með bættum innri samskiptum og þjónustu við viðskiptavini. UNI er regnhlífarhugtak sem nær yfir allt fræðslustarf innan Sýnar. Með UNI viljum við tryggja góða og samræmda grunnþjálfun starfsfólks um leið og við veitum sérhæfða þjálfun og fræðslu sem hentar starfi hvers og eins.

Fræðsla UNI fer ýmist fram með staðnámi eða með rafrænum hætti í gegnum fræðslukerfi þar sem starfsfólk hefur aðgang að margs konar fræðslu hvar og hvenær sem eru. Allir nýliðar fara í gegnum sama nýliðanámskeiðið þar sem stjórnendur og helstu sérfræðingar okkar kynna starfsemina, skipulag og verklag fyrir nýliðum. Nýliðanámskeiðið var í fyrsta sinn rafrænt á haustdögum 2020 vegna samkomutakmarkana. Nýliðum og fyrirlesurum fannst vel til takast og getum við stolt sagt frá því að fræðsla hafi verið í forgangi hjá okkur árið 2020 líkt og árin á undan. Grunnnámskeið UNI fer fram fjórum sinnum á ári og hefur mælst afar vel fyrir meðal nýrra starfsmanna.

Árið 2020 var þungamiðju fræðslunnar beint að öryggi framlínustarfsmanna og andlegri- og líkamlegri líðan alls starfsfólks okkar í heimsfaraldri.

Fjöldi námskeiða

Loading...

Vinnustaðamenning í heimsfaraldri

Það var mikil áskorun að vinna í mannauðsmálum árið 2020. Í árslok var vinnustaðagreining lögð fyrir allt starfsfólk okkar. Það var mikið gleðiefni að sjá niðurstöðurnar en þær sýndu marktæka hækkun stiga í svörun nær allra spurninga á milli ára.

Starfsánægja og meðmælaskor (eNPS) starfsfólks mældist 4,4 af 5 mögulegum. Þetta sýnir að það vinnulag sem við stundum og sveigjanleg menning okkar hafi sannarlega skilað sér í heimsfaraldri.

Þær spurningar sem snúa að helgun starfsfólks, þ.e. hversu stolt við erum af vinnustaðnum okkar og hversu mikið við erum tilbúin til að leggja okkur fram til að fyrirtækið nái árangri voru allar með yfir 4,6 stig af 5 mögulegum. Þetta sýnir kraftinn og samheldnina sem ríkir meðal okkar.

Jafnréttismál eru okkur hugleikin og enn og aftur sýnir niðurstaða vinnustaðagreiningarinnar fram á að jafnréttismál séu stór hluti af menningu okkar. Það er í samræmi við niðurstöður úr könnuninni VR - fyrirtæki ársins sem gerð var snemma árs 2020.

Úr vinnustaðagreiningu

Loading...

Besti vinnustaður á Íslandi

mannaudur-2020

Vel hugsað um starfsmenn

mannaudur-2020

Mikið líf og fjör

mannaudur-2020

Samheldni

mannaudur-2020

Vinnuumhverfið til fyrirmyndar

mannaudur-2020

Skemmtileg vinna

mannaudur-2020

Frábærir samstarfsfélagar

mannaudur-2020

Fjölbreytt fyrirtæki

mannaudur-2020

Haldið vel utan um starfsmenn

mannaudur-2020

Besti maturinn á BESTA Bistro

mannaudur-2020

Mikil jákvæðni í loftinu

mannaudur-2020

Frábær vinnustaðamenning

mannaudur-2020

Teams í tölum

Þrátt fyrir að hafa verið vel á veg komin með innleiðingu á samskiptaforritinu Teams í upphafi árs, sáum við daglega notkun aukast jafnt og þétt eftir því sem leið á árið. Mikil aukning varð á öllum helstu mælikvörðum eins og sjá má hér á eftir.

Loading...

Yfir 400 starfsmenn nota TEAMS daglega

mannaudur-2020

Á döfinni

Á vormánuðum er stefnt að því að fara af stað með vinnustofu á vegum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á störfum í fjölmiðlum. Þar gefst þátttakendum einstakt tækifæri til að skyggnast inn í heim fjölmiðla á Íslandi, fá fræðslu og leiðsögn frá fagfólki á hverju sviði og spreyta sig á hinum fjölmörgu verkefnum sem felast í fjölmiðlun á sviði frétta, íþrótta, útvarps og sjónvarps.

Markmið vinnustofunnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að spreyta sig í fjölmiðlum og búa til framtíðarstarfsmenn.

Þessi vinnustofa var upphaflega áætluð í mars 2020 en vegna heimsfaraldursins þurfti að færa hana.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.