Starfsemin

Nýtt upphaf

Í maí setti Vodafone í loftið herferð sem bar yfirskriftina Nýtt upphaf. Nafnið vísaði til þeirra innri breytinga og nýrra viðmiða hvað varðar upplifun og ánægju viðskiptavina Vodafone. Verkefnið sneri að miklu leyti að núverandi viðskiptavinum og hvernig bæta mætti upplifun og ánægju þeirra. Hluti af því verkefni var m.a. að tryggja að viðskiptavinir væru í réttum þjónustuleiðum en í lok árs höfðu þjónustuleiðir yfir 25.000 heimila verið yfirfarnar. Sumir fengu meira gagnamagn, aðrir minna. Sumir fleiri sjónvarpsstöðvar en aðrir færri sjónvarpsstöðvar. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera í pakkanum sem hentar þeim best. Verkefnið hlaut frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okkar sem birtist meðal annars í aukinni ánægju í mælingum okkar en einnig í Ánægjuvoginni fyrir árið 2020.

,,Nýtt upphaf var lykilverkefni hjá Vodafone á liðnu ári. Herferðin og þjónustustefnan sem hún byggðist á var í takt við ný markmið félagsins hvað varðar þjónustu og upplifun viðskiptavina.“

,,Um er að ræða langtímaverkefni og það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá þau einstöku viðbrögð sem við höfum upplifað nú þegar frá viðskiptavinum okkar.“ Magnús Hafliðason, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs
Loforð 1
Segjum það eins og það er
Við ætlum að tala skýrt og á mannamáli. Við ætlum að vera gagnrýnin á okkur sjálf, setja markið hátt og gera viðskiptavini okkar ánægðari.
Loforð 2
Við pössum að þú sért alltaf í rétta pakkanum
Margir eru í þjónustuleiðum sem henta þeim ekki eða borga fyrir eitthvað sem þeir nota ekki. Við ætlum að hafa samband við viðskiptavini og finna betri leiðir.
Loforð 3
Viðskiptavinir geta breytt þjónustunni sjálfir á netinu
Á Mínum síðum á Vodafone.is getur þú nú keypt afþreyingu, breytt áskrift, flutt áskrift á milli myndlykla, sagt upp áskrift, sett upp netvörn og heilmargt í viðbót. Við munum halda áfram að gera viðskiptin á netinu betri.
Loforð 4
Við höfum stækkað 4G netið okkar svo um munar
Við munum flest ferðast innanlands í sumar. Þá kemur sér vel að við höfum stækkað 4G kerfið okkar gríðarlega síðastliðin ár sem nær til 99,7% íbúa.
Loforð 5
Betra verð á 4G netáskrift
Þú borgar bara fyrir það sem þú notar. Grunnáskrift kostar aðeins 2.990 kr. á mánuði og við færum þig sjálfkrafa í hagkvæmasta þrep eftir notkun. Hvort sem þú notar netið lítið eða mikið þá er besta verðið hjá Vodafone. Ótakmörkuð notkun er aðeins 7.490 kr.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.