Samfélagsábyrgð

Áherslusvið samfélagsábyrgðar

Við sýnum samfélagsábyrgð í verki með því að sinna hlutverki okkar sem fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki af fagmennsku og ábyrgð.

Sameiginlegt virði

Sköpum snjallara samfélag
  • Við leggjum okkur fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfið sem við störfum í og samfélagið allt og skapa þannig snjallara samfélag.
  • Hlutverk okkar er að auka lífsgæði einstaklinga og samkeppnishæfni fyrirtækja með snjöllum lausnum og framúrskarandi þjónustu.
  • Við veitum víðtæka þjónustu sem skiptir miklu máli fyrir innviði samfélagsins, samskipti fólks ásamt rekstri fyrirtækja og stofnana.
  • Við trúum á mikilvægi sköpunar og þróunar og ætlum að vera leiðtogar í að skapa framtíð snjallra fjarskiptalausna og fjölmiðlunar í gegnum breiða starfsemi sterkra vörumerkja.

Hlítni

Með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi
  • Við höfum komið okkur upp gildum, ferlum og skipulagi til að koma í veg fyrir að félagið valdi skaða með starfsemi sinni.
  • Við stundum ábyrga stjórnarhætti með það að markmiði að styrkja innviði okkar og auka gagnsæi.
  • Við fylgjum viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland. Stjórnarhættir Sýnar taka mið af lögum nr. 3/2006 um ársreikninga, lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, lögum nr. 81/2003 um fjarskipti, öðrum almennum lögum sem gilda um starfsemina, reglum um útgefendur fjármálagerninga, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og einstakra undirnefnda stjórnar.
  • Við vinnum eftir skýrum siðareglum með hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, hluthafa sem og samfélagsins alls að leiðarljósi. Siðareglur okkar fela í sér siðferðisleg viðmið starfsmanna og leiðbeiningar um viðbrögð við siðferðislegum álitamálum. Við virðum einkalíf viðskiptavina í einu og öllu og höfum persónuverndarsjónarmið í huga þegar vörur og þjónusta er þróuð.
  • Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur veitt Sýn viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá árinu 2014. Sýn var fyrst fyrirtækja í Kauphöll til að setja á stofn tilnefningarnefnd, árið 2014.

Sjálfbærni

Sjálfbærni er hluti af kjarnastarfseminni
  • Við leggjum áherslu á sjálfbærni með tilliti til mannauðs, umhverfis og efnahags ásamt stuðningi og samstarfi við samfélagið.
  • Þetta er málefni sem við teljum mikilvægara en nokkru sinni fyrr miðað við áframhaldandi COVID-19 stöðu í heiminum öllum og hlutverk okkar í stuðningi við samfélagið á þessu tímum óvissu og breytinga.
  • Síðustu ár höfum við gefið út, með árs- og samfélagsskýrslu félagsins, heildstætt sjálfbærniuppgjör í samstarfi við Klappir grænar lausnir. Umhverfisuppgjörið er unnið í samræmi við Greenhouse Gas Protocol (GHG Protocol) og ESG-leiðbeiningar NASDAQ og hefur Sýn kolefnisjafnað rekstur sinn fyrir árið 2020 að fullu með samstarfi við Kolvið (Iceland Carbon Fund).
  • Við notumst við stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.

Mannauður

Lögð er áhersla á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu

Starfsmannastefna okkar miðar að því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Einblínt er á jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og öryggi og heilsu starfsmanna. Gætt er jafnréttis starfsmanna á öllum sviðum. Í jafnréttisáætlun okkar kemur fram að leitast er við að gæta fyllsta jafnréttis kynjanna og þess er gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað. Við leggjum áherslu á að allir starfsmenn séu metnir að eigin verðleikum og að umburðarlyndi sé ríkjandi þáttur í samskiptum. Hjá okkur er stuðlað að fjölbreytileika í starfsmannahópnum til að endurspegla stóran viðskiptavinahóp félagsins, með það að markmiði að nýta sem best hæfileika hvers og eins.

Meira um mannauð hérna

Umhverfi

Lágmarka áhrif á umhverfið

Við höfum sett formlega umhverfisstefnu og ákveðin markmið í umhverfis- og loftslagsmálum sem eru til þess fallin að draga úr mengun og hafa þannig jákvæð áhrif á vistspor félagsins. Við erum staðráðin í því að vernda umhverfið og höfum einsett okkur að efla vistvænar samgöngur, draga úr myndun úrgangs og stuðla að betri orkunýtingu. Við ætlum að ganga um landið af virðingu, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Þannig er ávallt leitast við að framkvæmdir á vegum félagsins valdi sem minnstu umhverfisraski. Við leitumst við að lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum og losun skaðlegra efna út í umhverfið eins og kostur er.

Við vinnum með viðskiptavinum, birgjum og verktökum við að þróa vörur og þjónustu til að lágmarka áhrifin sem við höfum á umhverfið.

Við birtum ítarlegt sjálfbærniuppgjör ár hvert sem er að finna undir sjálfbærniuppgjör í ársskýrslum félagsins. Í umhverfisuppgjöri okkar hefur náðst góður árangur í að safna saman gögnum með rafrænum gagnastraumum í gegnum kerfi Klappa Core.

Nánar um umhverfismál okkar í rekstri er að finna hér.

Efnahagur

Hámarka virði, lækka fjárfestingar- og rekstrarkostnað, lágmarka áhættu og auka hagnað

Fyrirtæki þurfa að tileinka sér það viðhorf að þau geti haft jákvæð áhrif á samfélagið á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Samfélagsábyrgð snýst því ekki eingöngu um það hvernig fyrirtæki ráðstafa hagnaði sínum heldur einnig hvernig þau starfa, til að ná fram tilteknum hagnaðarkröfum.

Það er markmið okkar að félagið sé rekið með hagnaði og ráðdeild. Mikil áhersla er lögð á að fyrirtækið sé rekið á sem skilvirkastan hátt og að ávallt sé leitað bestu tilboða í þær auðlindir sem notaðar eru án þess þó að það komi niður á gæðum. Notaðar eru samræmdar innkaupaaðferðir fyrir heildina til að tryggja yfirsýn og njóta stærðarhagkvæmni. Þannig er virði samninga hámarkað, fjárfestingar- og rekstrarkostnaður lækkaður, áhætta lágmörkuð og hagnaður þannig aukinn. Vodafone hefur enn fremur notið góðs af því að geta gengið að og notið kjara sem Vodafone Group hefur náð á alheimsvísu.

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.