Rekstur

Rekstraryfirlit 2020

Heimsfaraldurinn hafði töluverð áhrif á reksturinn á árinu. Ef við leiðréttum fyrir því er ljóst að árangur af nýrri stefnu hefði skilað okkur hagnaði á árinu 2020. Við höfum unnið hart að því að framfylgja þeirri stefnu sem við settum okkur á árinu 2019, að rækta langtímaviðskiptasamband við viðskiptavini okkar sem byggist á virðingu og trausti. Í maí settum við herferð í loftið sem bar yfirskriftina Nýtt upphaf. Hluti af þessu verkefni var að tryggja að allir viðskiptavinir okkar væru í réttum þjónustuleiðum. Skemmst er frá því að segja að í lok árs höfðu þjónustuleiðir 25.000 heimila verið yfirfarnar. Verkefnið hlaut frábærar viðtökur hjá viðskiptavinum okka, sem birtist meðal annars í aukinni ánægju í mælingum okkar, þeim hæstu í sögu fyrirtækisins en einnig í Ánægjuvoginni fyrir árið 2020. Þessi aðgerð leiðir til lækkunar á tekjum til skemmri tíma en við trúum því að til lengri tíma skili þetta okkur betri árangri. Við ætlum okkur auðvitað að geta mætt óvæntum ytri áföllum og erum í því augnamiði að straumlínulaga reksturinn enn frekar.

Heildartekjur

Tekjur jukust um 5% á milli ára. Áhrif heimsfaraldurs hefur mest áhrif á reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. Framlegð lækkar töluvert á milli ára sem skýrist helst af því að framlegð af þjónustu og sölu Endor ehf. er mun lægri en framlegð móðurfélagsins.

Veiking krónunnar hefur áhrif á kostnaðarverð ásamt því að hagræðingaraðgerðir skila sér í lækkun rekstrarkostnaðar.

Loading...

Skipting tekjustrauma

Með kaupum á dótturfélaginu Endor ehf. bættist við sjöundi tekjustraumurinn, hýsingar- og rekstrarlausnir. Fjölmiðlun er stærsti einstaki tekjustraumurinn en tekjurnar voru 37,6% af heildartekjum félagsins.

Loading...

EBITDA

EBITDA nam 5.739 m.kr. á árinu 2020 og var EBITDA-framlegðin 27,6%. Reikningshaldslegri meðferð sýningarrétta var breytt á árinu 2019, afturvirkar breytingar voru gerðar á fjárhæðum vegna ársins 2018. Nýr staðall um leigusamninga (IFRS 16) var innleiddur á árinu 2019 en ekki voru leiðréttingar færðar afturvirkt.

Loading...
Ársreikningur 2020

Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.