Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.
Sterkir innviðir
Hjá okkur hefur 4G farsímakerfið verið í stöðugri þróun til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Afkastageta og útbreiðsla var aukin til muna á árinu með uppfærslum á um 80 sendastöðum, víðs vegar um landið. Mikið hefur verið lagt upp úr því að bæta þjónustu og gæði farsímakerfa. Þá hafa boðleiðir innan félagsins verið styrktar til að vinna hraðar úr vandamálum viðskiptavina sem hefur áhrif á gæði og upplifun þjónustu.
Hlutverk fjarskipta í samfélaginu hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19, þar sem fjarfundalausnir og önnur samskipti byggjast á öruggu og góðu fjarskiptasambandi, hvort sem um er að ræða ljósleiðara eða farsímakerfi. Fjarskiptin gegna því enn mikilvægara og fjölþættara hlutverki en áður.
Við höfum verið í umbótaverkefnum í tengslum við átaksverkefni stjórnvalda í kjölfar óveðurs sem skall á landinu í desember 2019. Verkefnið er samvinnuverkefni allra fjarskiptafélaganna í að tryggja uppitíma fjarskipta. Fjarskiptastöðum var forgangsraðað miðað við mikilvægi innviða ásamt því að varaafl var eflt á um 60 fjarskiptastöðum. Reiknað er með að taka til viðbótar 20 staði á þessu ári og má þá segja að verkefninu sé lokið.
Vodafone setti formlega í loftið 5G þann 1. september sl. og var það vel við hæfi að fyrsti sendir fyrirtækisins yrði staðsettur við höfuðstöðvar okkar að Suðurlandsbraut 8. 5G er fimmta kynslóð farsímakerfa sem býður upp á allt að tíu sinnum meiri hraða en 4G. Í tilefni dagsins hélt Vodafone kynningu á 5G og tengdri tækni fyrir viðskiptavini sína.
Rekstrartruflanir
Við skráningu rekstrartruflana er notast við skilgreiningar úr neyðaráætlun okkar. Stjórnborðið okkar vaktar öll kerfi og skráir rekstrarmál á öll atvik og alla viðhaldsvinnu sem tengist rekstrinum. Atvikum og viðhaldsvinnu er skipt í flokka eftir uppruna, umfangi og alvarleika.
Þróun á fjölda rekstrartruflana hjá Sýn
Þróun á fjölda rekstrartruflana hjá ytri aðila
Ytri aðilar eru þeir sem verða fyrir útfalli á þjónustum Sýnar, ýmist vegna viðhaldsvinnu eða atvika.
Fjöldi rekstrartruflana og viðhaldsvinna
Skipting milli skipulagðrar viðhaldsvinnu og atvika þar sem verður truflun eða útfall á þjónustu.
Stærð útfalla
Öll atvik sem eru flokkuð sem A-útföll fara í sérstakan feril sem kallar á tafarlausa úrvinnslu mála, þannig er aðgerðarstjóri kallaður út í öllum tilfellum sem sér um stýringu aðgerða, vinnslu og eftirfylgni þar til lausn hefur verið fundin. Eftirfylgnifundir eru haldnir fyrir öll A-útföll og umbótaverk listuð upp. Af 89 A-atvikum urðu til 97 umbótaverk til að tryggja að sams konar atvik komi ekki upp.
Stærð atvika er metin út frá skilgreiningu í neyðaráætlun: A, B eða C þar sem A er hæsta alvarleikastigið. Í neyðaráætlun er getið til um hvenær A-útfall verður út frá fjölda og tegund þjónustu ásamt því hvenær sólarhringsins útfall er.
Uppitími kerfa
- Uppitími stoðkerfa er skipt upp í annars vegar flutningskerfi og hins vegar símkerfi.
- Flutningskerfi skiptast svo upp í kjarna-, dreifilags- og aðgangskerfi og símkerfi skiptast upp í fastlínu- og farsímakerfi.
Uppitími burðarnets
Uppitími símakerfa
Stefnt skal að því að uppitími kjarnakerfa fjarskiptaþjónustu sé að lágmarki 99.999% (niðritími utan skipulagðra útfalla að hámarki 5 mín. á ári) og uppitími framlínukerfa sé að lágmarki 99,99% milli kl. 8-21 alla daga vikunnar.